Ófögur aðkoma
Skemmdarvargar áttu leið hjá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ fyrir skemmstu og slitu upp blóm og hrófluðu til í blómakeri sem staðsett er fyrir utan skólann.
Aðkoman að kerinu var ófögur enda blómaker á borð við það sem staðsett er við skólann ætluð til þess að gefa bæjarfélaginu litríkan blæ og hressa upp á umhverfið. Skemmdarverk af þessu tagi eru með öllu óskiljanleg en vegfarandi sendi Víkurfréttum þessa símamynd og var honum mikið niðri fyrir við aðkomuna.
Aðkoman að kerinu var ófögur enda blómaker á borð við það sem staðsett er við skólann ætluð til þess að gefa bæjarfélaginu litríkan blæ og hressa upp á umhverfið. Skemmdarverk af þessu tagi eru með öllu óskiljanleg en vegfarandi sendi Víkurfréttum þessa símamynd og var honum mikið niðri fyrir við aðkomuna.