Heklan
Heklan

Fréttir

Ófögur aðkoma
Mánudagur 31. júlí 2006 kl. 10:06

Ófögur aðkoma

Skemmdarvargar áttu leið hjá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ fyrir skemmstu og slitu upp blóm og hrófluðu til í blómakeri sem staðsett er fyrir utan skólann.

Aðkoman að kerinu var ófögur enda blómaker á borð við það sem staðsett er við skólann ætluð til þess að gefa bæjarfélaginu litríkan blæ og hressa upp á umhverfið. Skemmdarverk af þessu tagi eru með öllu óskiljanleg en vegfarandi sendi Víkurfréttum þessa símamynd og var honum mikið niðri fyrir við aðkomuna.


Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25