Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ofn United Silicon ræstur aftur árið 2020
Þriðjudagur 5. júní 2018 kl. 09:11

Ofn United Silicon ræstur aftur árið 2020

Endurbætur á kísilveri United Silicon kosta rúma þrjá milljarða króna. Nú er verið að leggja lokahönd á hönnunarvinnuna fyrir endurbæturnar en áætlað er að starfsemi hefjist á ný í verksmiðjunni árið 2020. Frá þessu er greint á vef RÚV. Þar segir einnig að á annan tug fjárfesta hafi lýst áhuga á að kaupa verksmiðjuna.
 
Haft er eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að það sé bankanum afar mikilvægt að vandað sé til verka og að reksturinn verði þannig úr garði gerður að hann geti farið fram til framtíðar í sátt við stjórnvöld og nærumhverfi verksmiðjunnar. 
 
Markmið Arion banka er að selja verksmiðjuna. Vel á annan tug aðila hafa lýst yfir áhuga á að kaupa verksmiðjuna. Þar á meðal eru margir af stærstu farmleiðendum kísilmálms í heiminum í dag, að því er segir í svari upplýsingafulltrúa Arion banka til RÚV.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024