Öflugur skjálfti við Eldvörp
Jarðskjálfti upp á M4,6 þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í níu í morgun. Skjálftinn varð 2 km suður af Sandfellshæð eða við Eldvörp.
Gera má ráð fyrir að þessi skjálfti hafi verið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við kvikuganginn sem myndast hefur undir Fagradalsfjalli, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.