Öflugur sigur Ræðuliðs FS í Morfís
Ræðulið Fjölbrautaskóla Suðurnesja komst um helgina í 8-liða úrslit í mælsku- og ræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís. FS keppti við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og sigraði mjög örugglega með rúmlega 180 stigum. Umræðuefnið var hvort lögleiða ætti dauðarefsingu og voru FS-ingar á móti því. Snorri Birgisson liðstjóri liðsins var að vonum mjög ánægður með sigurinn þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á fyrir keppnina.
"Við vorum með feyki öflugt lið sem kom að þessu og svo vorum við líka með mjög góðan stuðningshóp upp á skaga og það hjálpaði okkur mjög mikið", sagði Snorri í samtali við Víkurfréttir.
Snorri sem var liðstjóri þurfti að taka að sér frummælandahlutverkið eftir að einn keppandi FS-liðsins veiktist. "Ég fékk tæpa tvo klukkutíma til að æfa mig og það dugði". Heiða Björk Árnadóttir tók því að sér hlutverk liðsstjóra en ásamt þeim voru Gústaf Sigurbjörnsson og Bjarni Jón Sveinbjörnsson í liðinu en sá síðastnefndi var kosinn ræðumaður kvöldsins og Snorri var í 2. sæti.
Hvað er næst á dagskrá?
Eftir sigurinn þá erum við kominn í 8-liða úrslit. Þau hefjast ekki fyrr en eftir áramót en það verða mjög líklega stífar æfingar fram að næstu keppni. Það er ekki alveg komið á hreint hvenar verður dregið í 8-liða úrslitum.
"Við vorum með feyki öflugt lið sem kom að þessu og svo vorum við líka með mjög góðan stuðningshóp upp á skaga og það hjálpaði okkur mjög mikið", sagði Snorri í samtali við Víkurfréttir.
Snorri sem var liðstjóri þurfti að taka að sér frummælandahlutverkið eftir að einn keppandi FS-liðsins veiktist. "Ég fékk tæpa tvo klukkutíma til að æfa mig og það dugði". Heiða Björk Árnadóttir tók því að sér hlutverk liðsstjóra en ásamt þeim voru Gústaf Sigurbjörnsson og Bjarni Jón Sveinbjörnsson í liðinu en sá síðastnefndi var kosinn ræðumaður kvöldsins og Snorri var í 2. sæti.
Hvað er næst á dagskrá?
Eftir sigurinn þá erum við kominn í 8-liða úrslit. Þau hefjast ekki fyrr en eftir áramót en það verða mjög líklega stífar æfingar fram að næstu keppni. Það er ekki alveg komið á hreint hvenar verður dregið í 8-liða úrslitum.