Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öflugasti jarðskjálfti síðasta árs var 5,4 stig í Grindavík
Þriðjudagur 7. febrúar 2023 kl. 08:32

Öflugasti jarðskjálfti síðasta árs var 5,4 stig í Grindavík

Yfir 36 þúsund jarðskjálftar hafa verið staðsettir á Íslandi árið 2022, samanborið við rúmlega 50 þúsund árið áður. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.

Stærsti skjálftinn varð þann 31. júlí, um 2 km norðaustur af Grindavík, og var hann sá öflugasti sem fundist hefur í Grindavík síðan umbrotin á Reykjanesskaga hófust árið 2020. Sá skjálfti mældist 5,4 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmargir skjálftar urðu á Reykjanesskaga í tengslum við kvikuinnskot við Fagradalsfjall í lok júlí. Í kjölfar skjálftahrinu í lok júlí braust út eldgos í Meradölum 3. ágúst en gosið stóð í um þrjár vikur.