Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öflugar flugeldaforvarnir á Suðurnesjum
Fimmtudagur 16. desember 2010 kl. 10:03

Öflugar flugeldaforvarnir á Suðurnesjum

Björgunarsveitin Suðurnes stendur þessa dagana fyrir forvarnaviku á Suðurnesjum. Átakið er í samvinnu við lögregluna á svæðinu og Brunavarnir Suðurnesja en í því felst að allir grunnskólar á svæðinu, fimm talsins, verða heimsóttir og börnunum kennd rétt umgengni við flugelda í aðdraganda áramóta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðlimir björgunarsveitarinnar munu sýna myndbandið Ekkert fikt og vera með fyrirlestur um slysahættu, réttan útbúnað og hvað ber að varast í meðferð flugelda. Einnig verður farið inn á hvaða hópar slasast helst og af hverju. 

Lögreglan mun svo segja frá reglum um sölu skotelda og fleiru því tengdu.
Gert er ráð fyrir að dagskráin taki um 1-1 1/2 tíma í hverjum skóla.

Myndir frá kynningu á meðal nemenda í Heiðarskóla í Keflavík. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson