Öflug kynning á Reykjanesinu
Útspil er nýtt ferðamálafyrirtæki á Suðurnesjum staðsett við Hafnargötu 32, 3. hæð Keflavík. Að sögn forsvarsmanna þess er markmiðið með stofnun fyrirtækisins að vinna að ferðamálum og kynningum tengdri ferðaþjónustu. Fyrirtækið hefur tekið að sér dreifingu minjagripa og markaðsetningu þeirra sem óhætt er að segja að hafi gengið mjög vel. Fyrirtækið vonast til að geta stuðlað að auknum ferðamannastraumi til Reykjaness með því að kynna fyrir erlendum ferðamönnum svæðið á sem markverðastann hátt. Ferðamálarit Reykjaness 2001 er fyrsta skrefið í þá átt og hefur undirbúningur þess staðið yfir í um fjóra mánuði. Framkvæmdastjóri Útspils er Jóhann Friðrik Friðriksson.
Veglegt upplýsingarit
Þann fyrsta apríl næstkomandi kemur út Ferðamálarit Reykjaness 2001 á vegum fyrirtækisins. Að sögn Jóhanns mun ritið innihalda upplýsingar er nýtast þeim sem sækja svæðið heim og mikið verður lagt upp úr að ritið nýtist bæði sem auglýsinga- og uppflettirit. Útgáfufélagið Útspil í samstarfi við Markaðs og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar standa að gerð ritsins auk
dreifingaraðila.
„Ritið verður veglega uppsett sem einskonar vasabók með harðri endakilju sem gerir það eigulegra og endingarbetra. Prentun verður öll í lit og mikið verður lagt upp úr myndgæðum. Ferðamálarit Reykjaness er unnið alfarið á Suðurnesjum og mun Útspil sjá um upplýsingaöflun og útgáfu þess. Fyrirtækjum gefst kostur á að nýta sér þann góða auglýsingakost er ritið býður upp á. Dreifing ritsins fer fram á söluskrifstofum Flugleiða hérlendis og erlendis og á bensínafgreiðslustöðum
Esso um land allt. Auglýsingar og upplýsingar þær, er í ritinu verða, fara síðan inná heimasíðu, sem mun auka upplýsingamiðlun til muna. Ferðamálarit Reykjaness verður á þremur tungumálum íslensku, ensku og þýskur og stuðlar það að auknu notagildi fyrir ferðamenn. Ritið mun einnig nýtast þeim landsmönnum sem vilja kynna sér Reykjanesið og þá verslun og þjónustu sem þar er í boði“, segir Jóhann.
Öflugur auglýsingamiðill
Auglýsing í ritinu mun sjálfkrafa fara inná heimasíðu ritsins, auglýsendum að kostnaðarlausu. Verður þeim fyrirtækjum sem nú þegar hafa heimasíðu boðið að tengja saman vef sinn og heimasíðu ritsins. Auglýsing í ritinu mun þar af leiðandi, auk markvissrar dreifingar, skila sér ríkulega til auglýsenda.
Meðal efnis í ritinu verða greinar um áhugaverða staði á Reykjanesi, tenglar við bæjarfélög og fyrirtæki á Reykjanesi, upplýsingar um neyðarþjónustu, auglýsingar fyrirtækja, upplýsingar um frídaga og opnunartíma verslana, kort af Reykjanesi, upplýsingar um gengi gjaldmiðla, hinn íslenska gjaldmiðil, um kílómetrafjöld til helstu staða frá Leifstöð og kynningar á öllum sveitarfélögum á svæðinu. Ritið mun svo koma út í 20 þúsund eintökum og í stærðinni A5.
Símanúmer Útspils er 421-8222, fax: 421-8333 og netfang: [email protected]
Veglegt upplýsingarit
Þann fyrsta apríl næstkomandi kemur út Ferðamálarit Reykjaness 2001 á vegum fyrirtækisins. Að sögn Jóhanns mun ritið innihalda upplýsingar er nýtast þeim sem sækja svæðið heim og mikið verður lagt upp úr að ritið nýtist bæði sem auglýsinga- og uppflettirit. Útgáfufélagið Útspil í samstarfi við Markaðs og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar standa að gerð ritsins auk
dreifingaraðila.
„Ritið verður veglega uppsett sem einskonar vasabók með harðri endakilju sem gerir það eigulegra og endingarbetra. Prentun verður öll í lit og mikið verður lagt upp úr myndgæðum. Ferðamálarit Reykjaness er unnið alfarið á Suðurnesjum og mun Útspil sjá um upplýsingaöflun og útgáfu þess. Fyrirtækjum gefst kostur á að nýta sér þann góða auglýsingakost er ritið býður upp á. Dreifing ritsins fer fram á söluskrifstofum Flugleiða hérlendis og erlendis og á bensínafgreiðslustöðum
Esso um land allt. Auglýsingar og upplýsingar þær, er í ritinu verða, fara síðan inná heimasíðu, sem mun auka upplýsingamiðlun til muna. Ferðamálarit Reykjaness verður á þremur tungumálum íslensku, ensku og þýskur og stuðlar það að auknu notagildi fyrir ferðamenn. Ritið mun einnig nýtast þeim landsmönnum sem vilja kynna sér Reykjanesið og þá verslun og þjónustu sem þar er í boði“, segir Jóhann.
Öflugur auglýsingamiðill
Auglýsing í ritinu mun sjálfkrafa fara inná heimasíðu ritsins, auglýsendum að kostnaðarlausu. Verður þeim fyrirtækjum sem nú þegar hafa heimasíðu boðið að tengja saman vef sinn og heimasíðu ritsins. Auglýsing í ritinu mun þar af leiðandi, auk markvissrar dreifingar, skila sér ríkulega til auglýsenda.
Meðal efnis í ritinu verða greinar um áhugaverða staði á Reykjanesi, tenglar við bæjarfélög og fyrirtæki á Reykjanesi, upplýsingar um neyðarþjónustu, auglýsingar fyrirtækja, upplýsingar um frídaga og opnunartíma verslana, kort af Reykjanesi, upplýsingar um gengi gjaldmiðla, hinn íslenska gjaldmiðil, um kílómetrafjöld til helstu staða frá Leifstöð og kynningar á öllum sveitarfélögum á svæðinu. Ritið mun svo koma út í 20 þúsund eintökum og í stærðinni A5.
Símanúmer Útspils er 421-8222, fax: 421-8333 og netfang: [email protected]