Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ofbeldi í undirheimunum til staðar á Suðurnesjum
Föstudagur 18. október 2002 kl. 12:55

Ofbeldi í undirheimunum til staðar á Suðurnesjum

Síðustu daga hafa ítrekað birst fréttir í fjölmiðlum af auknu ofbeldi í fíkniefnaheiminum þar sem um svokallaðar handrukkanir er að ræða. Svo virðist sem ofbeldi í undirheimunum hafi aukist á síðustu árum og sé orðið mun harðara en það var. Víkurfréttir hafa síðustu daga unnið að rannsókn á þessum málum á Suðurnesjum og benda upplýsingar til þess að ofbeldi í fíkniefnaheiminum sé til staða á svæðinu. Fjölmargir viðmælendur blaðsins staðfesta sögusagnir um að ofbeldi hafi aukist á síðustu árum og að aukið harðræði sé hjá hinum svokölluðu handrukkurum. Einn viðmælandi blaðsins sagði að það væri óhugnarlegt hvað færi í gang þegar skyggja tæki.Annar viðmælandi blaðsins sagði m.a.: „Það eru strákar úr bænum að koma hingað suðureftir til að rukka og þeir eru að ganga hreint til verks. Þeir berja þá sem skulda þeim sundur og saman, hóta fjölskyldunni og reyna þannig að fá skuldina greidda.“
Maður sem hefur um árabil tengst fíkniefnaheiminum sagði í samtali við Víkurfréttir að ofbeldið hefði breyst mikið á síðustu 10 árum: „Þegar ég var að byrja í þessum heimi þá voru menn að slást með hnefunum. Í dag er það orðið eðlilegt að ganga um með hnífa og önnur vopn í þessum heimi. Það er ekkert tekið mark á þér og þú ert bara ekki maður með mönnum nema þú sért vopnaður.“

Á næstunni mun birtast í Víkurfréttum ítarleg fréttaskýring um ofbeldi í fíkniefnaheiminum á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024