Ófarir í umferðinni
Fjögur umferðaróhöpp urðu í lok vikunnar víða um Suðurnes, sem öll má rekja til mikillar hálku. Til allrar lukku urðu þó engin alvarleg slys á fólki.Fyrsta slys föstudagsins var á Strandgötu í Sandgerði þegar vörubíll keyrði inní hliðina á öðrum vörubíl sem var með fullfermi af fiski. Fiskflutningabíllinn valt og stórskemmdist. Annar ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar því hann kvartaði um í fæti. Um þrjúleytið, sama dag, missti karlmaður vald á bifreið sinni á Strandarheiði og ók á ljósastaur. Maðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin skemmdist mikið að framan. Þremur klukkustundum síðar valt bifreið á Strandarheiði. Farþegar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en fengu að fara heim að henni lokinni.Þýskir ferðamenn komust í hann krappann síðdegis á sunnudag þegar bifreið þeirra valt rétt sunnan við Kúagerði. Þrennt var í bifreiðinni og í fyrstu var talið að um mun alvarlegra slys væri að ræða. Svo reyndist ekki vera en einn farþeginn var fluttur á HSS til skoðunar vegna eymsla í hálsi.