Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ófagleg vinnubrögð Skipulagsstofnunar vegna Helguvíkur
Fimmtudagur 13. desember 2018 kl. 14:09

Ófagleg vinnubrögð Skipulagsstofnunar vegna Helguvíkur

- Reykjanesbær krefur stofnunina svara og spyr um hlutleysi

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir því að leitað verði svara hjá Skipulagsstofnun hvers vegna lögfræðingar hagsmunaaðila, þ.e. Stakksbergs, fengu afhentar spurningar frá Reykjanesbæ er lúta að deiliskipulagsbreytingum í Helguvík og heimild til þess að skila inn athugasemdum áður en stofnunin svaraði Reykjanesbæ.
 
Reykjanesbær sendi Skipulagsstofnun spurningar á dögunum er varða vinnu við breytt deiliskipulag í Helguvík. Stakksberg óskaði eftir því við Skipulagsstofnun að fá að sjá spurningarnar frá Reykjanesbæ og gera athugasemdir við þær. Það fékk fyrirtækið áður en Reykjanesbær fékk svör frá Skipulagsstofnun.
 
Bæjarráð hefur sett fram þrjár spurningar til Skipulagsstofnunar vegna málsins. Spurt er: 
 
Eru þetta alvanaleg vinnubrögð Skipulagstofnunar? 
 
Telur Skipulagsstofnun að með þessu sé verið að gæta hlutleysis?
 
Á hvaða lagagrundvelli tók Skipulagsstofnun ákvörðum um að afhenda Stakksberg spurningar Reykjanesbæjar?
 
Í samtali við Víkurfréttir sagði Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ að þessi vinnubrögð Skipulagsstofnunar væru ekki fagleg og var ósáttur við vinnubrögðin, að veita hagsmunaaðila aðgang að samskiptum milli Reykjanesbæjar og Skipulagsstofnunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024