Ófært á Suðurnesjum og alls ekkert ferðaveður
Ófært er um Suðurnes eins og staðan er núna, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Bílar eru fastir hingað og þangað og koma þeir í veg fyrir snjómokstur auk þess sem mokstri innanbæjar hefur verið hætt vegna veðurs.
„Allir eru að reyna sitt besta en ljóst er að það mun taka talsverðan tíma að leysa úr þessum vandamálum sem hafa skapast nú seinnipartinn,“ segir í tilkynningunni.