Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ófærð innanbæjar og björgunarsveitir kallaðar út
Mynd úr safni.
Miðvikudagur 6. mars 2013 kl. 09:28

Ófærð innanbæjar og björgunarsveitir kallaðar út

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæðinu verið virkjuð. Nokkur hópur björgunarsveitarmanna er á Reykjanesbrautinni til að aðstoða ökumenn sem hafa lent utan vegar, en einnig hefur þurft að koma fólki til aðstoðar innanbæjar, sem hefur ekið í skafla eða utan vegar, en mikill snjóbylur er inni í bænum og skyggni lítið sem ekkert. Þetta kemur fram á mbl.is.

Lögregla vill koma þeim skilaboðum til íbúa á svæðinu að þeir haldi sig innandyra, sé einhver kostur þar á, á meðan versta veðrið er að ganga yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024