Ófærð í allar áttir frá Suðurnesjabæ til Almannavarnanefndar Suðurnesja
Almannavarnaástand skapaðist í Suðurnesjabæ í nokkra sólarhringa þar sem sveitarfélagið var nánast einangrað vegna ófærðar í allar áttir. Þetta kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra á skipulags- og umhverfissviði, sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Í afgreiðslu bæjarráðs eru greinargóðar upplýsingar um málið þakkaðar og tekur bæjarráð undir það sem fram kemur að skapast hafi almannavarnaástand í nokkra sólarhringa sem umfjöllunin nær yfir þar sem sveitarfélagið var nánast einangrað vegna ófærðar í allar áttir. Bæjarráð leggur áherslu á og óskar eftir því að Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur taki þetta mál til umfjöllunar.