Of þungir á bensíngjöfinni
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af 20 ökumönnum í gær sem óku hraðar en leyfilegt var og voru þeir sektaðir. Sá sem var tekinn á mestum hraða var á 137 km/klst þar sem hámarkshraðinn var 90 km/klst.
Einn ökumaður sem stöðvaður var á Grindavíkurvegi var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og annar hafði ekki ökuréttindi. Þá var einn ökumaður sviptur ökuréttindum.