Of tengdir málefnum skólans verandi kennarar eða makar kennara
N listinn í Sveitarfélaginu Garði hefur óskað eftir að fá afrit af bréfi því sem bæjarstjóri og meirihluti skólanefndar sendu til Mennta og menningarráðuneytisins, undirritað af þeim. N listinn gagnrýnir ófagleg og lítt lýðræðisleg vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málefnum Gerðaskóla. Greinargerð sem bæjarstjóri átti að vinna, að ósk ráðuneytisins í samráði við skólanefnd var án aðkomu fulltrúa N og L lista og án samvinnu við aðra nefndarmenn. Þetta kemur fram í bókun frá fulltrúum N listans á síðasta fundi bæjarráðs Garðs.
Meirihluti D-lista bókaði að hann telur að ekki hafi verið hægt að vinna svör til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á annan hátt þar sem minnihluti í skólanefnd og minnihluti í bæjarstjórn eru of tengdir málefnum skólans verandi kennarar eða makar kennara.
N-listinn lýsir undrun sinni í bókun að þessar upplýsingar komi hér fyrst fram. Meirihluti D-lista ætti að fagna því að fulltrúar minnihluta og fulltrúar kennarar í skólanefnd geta gefið ráðgefandi upplýsingar eins og lög kveða á um.