Of syfjaður til þess að skrifa nafnið sitt
Karlmaður var tekinn með breytifalsað vegabréf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Vegna gruns um að eitthvað væri bogið við vegabréfið báðu lögreglumenn á Suðurnesjum hann um að skrifa nafn sitt til að hægt væri að bera það saman við undirritun á vegabréfinu sem hann hafði framvísað. Maðurinn kvaðst þá vera orðinn svo syfjaður að hann treysti sér ekki til að skrifa nafnið sitt. Hann stóð hins vegar á því fastar en fótunum að vegabréfið væri sitt. Það var ekki fyrr en hann var tekinn til yfirheyrslu á lögreglustöðinni í Keflavík að hann viðurkenndi að hann ætti ekki vegabréfið og gaf upp sitt rétta nafn. Mál hans er komið í hefðbundið ferli.