Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Of snemmt að auglýsa jólavörur
Mánudagur 24. október 2005 kl. 10:01

Of snemmt að auglýsa jólavörur

Í könnun sem var í gangi hér á vf.is í síðustu viku kom það fram að 73% þátttakenda töldu of snemmt hjá verslunum að hefja auglýsingar á jólavörum.

Alls voru 175 atkvæði greidd en 25% þátttakenda tölu það vera í lagi að hefja auglýsingar á jólavörum og 2% var alveg sama.

Hvað sem könnunum líður þá eru sumar verslanir þegar farnar að auglýsa jólavörur sínar nú þegar 60 dagar eru til jóla.

Ný könnun er farin í gang og að þessu sinni er spurt hvað fólk myndi kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024