Of fámenn fyrir fatlaða
Samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks hefur svarað félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga vegna umsóknar um undanþágu frá lögum varðandi lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða til að mynda þjónustusvæði fyrir fatlað fólk. Samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks telur ekki fært að mæla með undanþágu að óbreyttum lögum.
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Garðs þar sem Magnús Stefánsson bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum og bréfaskrifum. Framundan eru frekari viðræður um málið.