Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Göngustígar í Vogum fái lýsingu
Mánudagur 13. desember 2021 kl. 06:04

Göngustígar í Vogum fái lýsingu

Andri Rúnar Sigurðsson hefur sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi vegna göngustíga án lýsinga. Víða er lýsing göngustíga ábótavant og gönguleiðir hættulegar í myrkri og hálku. Bent er á að sveitarfélagið er heilsueflandi sveitarfélag sem ætti að vinna að því að hafa gönguleiðir frábærar til að auka möguleika íbúa á hreyfingu.

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og tekur vel í erindið. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing göngustíga verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024