Of fá leiktæki á skólalóðinni
Nokkur styr hefur staðið um framkvæmdir á skólalóð við grunnskólann í Grindavík. Skólastjórinn hefur óskað eftir við bæjarráð að fleiri leiktæki verði sett upp fyrir yngri börnin og starfsfólk skólans er óánægt með að ekkert tillit var tekið til óska þeirra þegar hönnun lóðarinnar fór fram.
Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Grindavíkurbæjar, Oddi Thorarensen, er lóðin ekki alveg tilbúin. Hann segir framkvæmdina vera dýra en hún hafi samt ekki farið fram úr áætlun.
Minnihlutinn gagnrýnir meirihluta bæjarstjórnar fyrir lélegan undirbúning að þessari framkvæmd og þar af leiðandi hafi hún orðið of dýr. Í bókun frá Herði Guðbrandssyni (S) frá 7. nóvember kemur fram að lítið sé um leiktæki og mikið um stéttar, sem sé síður en svo aðlaðandi fyrir börnin. Hann vísar ábyrgðinni á verkinu algerlega yfir á meirihlutann.
Fulltrúar meirihlutans lögðu einnig fram ályktun á fundinum og þar segir að þeir telji eðlilegt að skólastjórinn bendi á þörf fyrir leiktæki og ef svigrúm sé í núgildandi áætlun til búnaðarkaupa, þá sé skólastjóra heimilt að nýta það til kaupa á leiktækjum. Bæjarráð beinir því jafnframt til skólastjóra að leggja fram með tillögum til fjárhagsáætlunar, tækjalista ásamt kostnaðaráætlun. Þannig verður hægt að fjalla um erindið samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Hörður greiddi atkvæði gegn ályktuninni.
Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Grindavíkurbæjar, Oddi Thorarensen, er lóðin ekki alveg tilbúin. Hann segir framkvæmdina vera dýra en hún hafi samt ekki farið fram úr áætlun.
Minnihlutinn gagnrýnir meirihluta bæjarstjórnar fyrir lélegan undirbúning að þessari framkvæmd og þar af leiðandi hafi hún orðið of dýr. Í bókun frá Herði Guðbrandssyni (S) frá 7. nóvember kemur fram að lítið sé um leiktæki og mikið um stéttar, sem sé síður en svo aðlaðandi fyrir börnin. Hann vísar ábyrgðinni á verkinu algerlega yfir á meirihlutann.
Fulltrúar meirihlutans lögðu einnig fram ályktun á fundinum og þar segir að þeir telji eðlilegt að skólastjórinn bendi á þörf fyrir leiktæki og ef svigrúm sé í núgildandi áætlun til búnaðarkaupa, þá sé skólastjóra heimilt að nýta það til kaupa á leiktækjum. Bæjarráð beinir því jafnframt til skólastjóra að leggja fram með tillögum til fjárhagsáætlunar, tækjalista ásamt kostnaðaráætlun. Þannig verður hægt að fjalla um erindið samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Hörður greiddi atkvæði gegn ályktuninni.