Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Of dýrt til skamms tíma litið að flytja Gæsluna
Þriðjudagur 18. október 2011 kl. 13:00

Of dýrt til skamms tíma litið að flytja Gæsluna


Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag að þegar til skamms tíma væri litið væri of dýrt að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja. Málið væri þó áfram til skoðunar. Frá þessu er greint á mbl.is


Hugmyndir um að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja hafa verið til umræðu í nokkur ár. Ögmundur útilokaði ekki að þetta yrði einhvern tímann gert, en sú skoðun sem fram hefði farið á þessu í ráðuneytinu sýndi að þetta væri of dýrt til að ríkissjóður réði við þetta núna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ögmundur upplýsti einnig á fundinum að hann hefði fengið bréf frá Isavia og Landhelgisgæslu um að það bráðabirgðafyrirkomulag sem var ákveðið eftir að Varnarmálastofnun var lögð niður yrði framlengt. Hann sagði að engin óvissa ríkti um stöðu starfsmanna Landhelgisgæslunnar hvað þetta mál varðar.