Ódýrast í sund í Reykjanesbæ
Meðal 15 stærstu sveitarfélaga landsins
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2012. til 1. janúar 2013. Lægsta staka gjaldið er í Reykjanesbæ eða 400 kr. en hæsta staka gjaldið er á 550 kr. í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Skagafirði.
Tólf sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna. Árið 2012 kostaði 370 krónur fyrir fullorðna í Reykjanesbæ og hefur gjaldið því hækkað um 8%. Árskort hafa svo hækkað úr 20.000 í 22.000 í Reykjanesbæ, eða um 10%.
Stakt gjald í sund kostar 505 kr. að meðaltali hjá þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru.