Ódýrara að leigja á Suðurnesjunum
Ein skýring á því að atvinnuleysi minnkar hægar á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum er að atvinnulaust fólk á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir því að komast í ódýrara leiguhúsnæði á Suðurnesjum. Þetta segir Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsmálasviðs Reykjanesbæjar í samtali við mbl.is í dag.
Mikið framboð er á leiguhúsnæði á Suðurnesjum, meðal annars á Ásbrú. Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið spenna á leigumarkaði og leiga hefur hækkað. Fólk sem ekki fær leigt á höfuðborgarsvæðinu reynir því að fá leigt á Suðurnesjum þar sem leiguverð er lægra.