Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óður maður gekk berserksgang í Keflavík
Föstudagur 27. janúar 2012 kl. 09:00

Óður maður gekk berserksgang í Keflavík

Óður maður gekk berserksgang úti á götu í Keflavík í nótt og barði þrjá menn með einhverskonar kylfu. Maðurinn sem er á þrítugsaldri, réðist á þrjá menn með kylfu á sjötta tímanum í nótt. Árásin átti sér stað úti á götu, á Hringbraut í Reykjanesbæ.

Lögregla var kvödd á vettvang og handtók manninn. Tveir mannanna voru fluttir á heilsugæslustöðina til aðhlynningar og skoðunar en munu ekki alvarlega meiddir, og sá þriðji slapp ómeiddur.

Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til, en hann sefur nú úr sér áfengis-, eða fíkniefnavímu í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024