Oddviti Framsóknar er ekki bæjarstjóraefni S-listans
Í hádegisþætti útvarps Suðurnesja í dag vakti Jóhann Geirdal athygli á því að Sjálfstæðismenn væru að bera út þann orðróm að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn væru búin að gera samkomulag um meirihlutasamstarf með oddvita Framsóknarflokksins Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra. Jóhann Geirdal Oddviti S-listans sagði að þetta væri ekkert annað er ómerkilegur áróður Sjálfstæðismanna og að Samfylkinginn myndi aldrei samþykkja Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra. Jóhann ítrekaði einnig að ekkert samkomulag milli Samfylkingar og Framsóknarflokks væri til staðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynnningu sem Samfylkingin sendi frá sér vegna málsins.