Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddvitarnir tjá sig um úrslitin
Sunnudagur 26. maí 2002 kl. 16:40

Oddvitarnir tjá sig um úrslitin

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hlaut hreinan meirihluta í kosningunum í gærkvöldi. Framsóknarflokkurinn missti einn mann úr bæjarstjórn en Samfylkingin stendur í stað og heldur fjórum mönnum inni. Næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður Árni Sigfússon en hann mun formlega taka við bæjarstjórastólnum 18. júní. Oddvitar flokkanna tjáðu sig um úrslitin í samtali við Víkurfréttir í morgun.Árni Sigfússon
''Ég er hæstánægður með niðurstöðurnar. Þetta þýðir það að við getum framfylgt stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna sem við höfum kynnt og munum við standa við okkar orð í baráttunni. Ég átti alls ekki von á þessu, við lögðum vonir við fimmta mann en þetta er mjög góður árangur og vil ég koma á framfæri þökkum til allra kjósenda og einnig þeirra sem stóðu með okkur í þessari baráttu,'' sagði verðandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigrfússon, í samtali við Víkurfréttir.

Kjartan Már Kjartansson
''Ég vil óska Sjálfstæðismönnum til hamingju með sigurinn. Það er ljóst að bæjarbúar hafa fallist á að veita Sjálfstæðisflokk fullt umboð til að stýra bæjarfélaginu. Þetta eru að vissu leyti vonbrigði fyrir okkur en Framsóknarflokkurinn er elsti flokkur landsins og hefur gengið í gegnum margt, og því erum við hverrgi af baki dottnir ''. Kjartan vildi að lokum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg fyrir Framsóknarflokkinn í þessum kosningum.

Jóhann Geirdal
''Stjórnmálamenn verða að geta tekið kosningum. Það væri óæskilegt ef við gerðum það ekki því niðurstaðan er vilji kjósenda og því verðum við auðvtiað að virða það. Ég vil auðvitað óska Árna til hamingju með úrslitin. Eitt er þó víst að þetta verður örlagaríkt fyrir Framsóknarflokk. Að lokum vil ég þakka ölllum þeim kjósendum sem kusu okkur en samstaða hópsins og andi var til fyrirmyndar. Stærsti sigurinn finnst mér þó vera hin öfluga hreyfing ungra jafnaðarmanna sem var mjög ötul í starfi og flokkur með slíka hreyfingu ungs fólks á bjarta framtíð fyrir sér'' sagði oddviti Samfylkingarinnar Jóhann Geirdal.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024