Oddvitar Reykjanesbæjar í Kastljósi í kvöld
Oddvitar stjórnmálaflokkana í Reykjanesbæ verða fyrir svörum í Kastljósi RÚV í kvöld.Kastljós mun verða með fimm stærstu bæjarfélögin næstu fimm kvöld. Fulltrúar flokkana í Reykjanesbæ, þeir Árni Sigfússon, D-lista, Kjartan Már Kjartansson, B-lista og Jóhann Geirdal, S-lista sitja fyrir svörum. Nú styttist í kjördag og má því búast við að harkan fari að aukast. Kastljós er alltaf kl. 19.30 eftir RÚV fréttir.