Oddur V. Gíslason í tvö útköll
Oddur V. Gíslason björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út hálftólf í gærkvöldi vegna vélarvavna línubáts 15 sml sunnan Þorlákshafnar. Gott veður er á svæðinu og lítil hætta talin vera á ferðinni.
Björgunarskipið tók bátinn í tog og var væntanlegt til Grindavíkur með hann nú í morgun. Bilaður startari varð til þess að óskað var aðstoðar.
Útkallið í nótt er annað útkallið á björgunarskipið á sama sólarhringnum því í gærdag var Oddur V. Gíslason sendur að báti þar sem eldur kom upp og síðan leki þegar báturinn var staddur suður af landinu.