Oddur með Gísla í togi
Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík var kölluð út í morgun þegar línubáturinn Gísli KÓ 10 varð olíulaus um 38 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú á leið í land með Gísla í togi en hægt gengur sökum mikils mótvinds. Hætta er ekki talin vera á ferðum en gert er ráð fyrir því að Oddur komi með Gísla í togi til Sandgerðishafnar skömmu eftir hádegi í dag.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú á leið í land með Gísla í togi en hægt gengur sökum mikils mótvinds. Hætta er ekki talin vera á ferðum en gert er ráð fyrir því að Oddur komi með Gísla í togi til Sandgerðishafnar skömmu eftir hádegi í dag.