Oddný verður ekki varaformaður
Úrslit í kosningu til varaformanns Samfylkingarinnar voru tilkynnt á landsfundi flokksins sem fram fer í Valsheimilinu á Hlíðarenda í dag. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrum bæjarstjóri í Garðinum, tapaði í kjöri til varaformanns gegn Katrínu Júlíusdóttur.
524 greiddu atkvæði í varaformannskjörinu. Katrín hlaut 308 atkvæði eða 59% atkvæða. Oddný hlaut 214 atkvæði eða 41%. Auðir seðlar voru 2. Einungis þeir landsfundarfulltrúar sem greitt hafa landsfundargjöld áttu rétt til þátttöku í kjörinu.
Árni Páll Árnason verður formaður flokksins en hann hafði betur gegn Guðbjarti Hannessyni.