Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddný sækist eftir 1. sætinu
Föstudagur 28. september 2012 kl. 09:09

Oddný sækist eftir 1. sætinu

„Ég hef tekið þá ákvörðun að taka þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bjóða mig fram í 1. sætið,“ staðfesti Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra Íslands við Víkurfréttir í morgun en Björgvin G. Sigurðsson hefur þegar gefið kost á sér í 1. sæti. Líklega mun Oddný senda frá sér tilkynningu síðar í dag þar sem frekari upplýsingar koma fram.

Í síðustu kosningum sóttist Oddný eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hlaut þar kosningu. Hún hefur gengt embætti fjármálaráðherra frá síðustu áramótum en Katrín Júlíusdóttir tekur við því embætti nú 1. október n.k. Þá mun Oddný snúa aftur til hefðbundinna þingstarfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024