Oddný og Guðbrandur með Covid
Tveir Suðurnesjaþingmenn, þau Oddný Harðardóttir og Guðbrandur Einarsson hafa greinst með Covid-19. Þau greina frá því á Facebook.
„Mér finnst rétt að láta ykkur vita að ég greindist með covid í dag. Er ekki búin að fá örvunarskammtinn en vona að hinar tvær sprauturnar forði mér frá langvarandi veikindum. En jólahald í Björkinni verður alla vega með einföldum hætti í ár. Því miður,“ segir Oddný.
Guðbrandur greindi einnig frá veikindum sínum á Facebook en hann er nú kominn í einangrun og dvelur í sumarbústað sínum: „Það fór ekki svo að Covidið næði manni ekki. Í dag var ég greindur smitaður og ekkert annað að gera en að draga sig í hlé og halda mig frá öðru fólki. Sem betur fer hef ég aðstöðu til þess í sveitinni minni. Vinnan í þinginu var alveg á fullu og ég að fá upplifa nýja og spennandi hluti með frábæra Viðreisnarfólkinu mínu. Skýtin tilhugsun samt að geta ekki verið með fjölskyldunni minni á jólunum.“