Fréttir

Oddný nýtur stuðnings Jóhönnu
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 13:42

Oddný nýtur stuðnings Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir stuðningi við Oddnýju Harðardóttur í formannskjöri Samfylkingar sem nú er á næsta leyti. Garðbúinn Oddný ákvað fyrir nokkru að fara í formannskjörið en þar eru fyrir Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram.

„Ég treysti Oddnýju mjög vel til að gera Samfylkinguna öfluga og sterka og ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Hún er kona sem hægt er að treysta í öllu því umróti sem þjóðin gengur nú í gegnum. Hún er með hjartað á réttum stað- berst fyrir jöfnuði, réttlæti og öflugu velferðarsamfélagi. Um leið veit ég að hún mun bretta upp ermarnar og berjast af hörku gegn því siðrofi, græðgi og spillingu sem gegnsýrt hefur samfélag okkar,“ skrifar Jóhanna á Facebook-síðu sinni. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024