Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Oddný Harðardóttir gegn Björgvini G. Sigurðssyni
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 08:20

Oddný Harðardóttir gegn Björgvini G. Sigurðssyni



Sterkar líkur eru á því að Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, muni bjóða sig fram í 1.sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Talað er um þetta í röðum Samfylkingarfólks á þeim nótum að þetta sé næsta öruggt en ekki náðist í Oddnýju sjálfa til að fá þetta staðfest þar sem hún er í útlöndum.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur einnig tilkynnt að hann bjóði sig fram til endurkjörs í 1. sætið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, einnig ákveðið að gefa kost á sér í 1. eða 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og er formlegrar tilkynningar þess efnis að vænta frá honum í dag.