Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óbreytt útsvar í Sandgerði
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 15:36

Óbreytt útsvar í Sandgerði



Í tekjuáætlun Sandgerðisbæjar fyrir 2009 er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari sem er 12,7%. Reiknað er með 10% lækkun útsvarstekna en 5% hækkun tekna í fasteignaskatti, m.a. vegna uppbyggingar á flugvallarsvæðinu.
Almennt er gert ráð fyrir hækkun launa um 5% á árinu 2009, ekki verða gerðar breytingar á gjaldskrám fyrr en næsta haust.  Laun og launatengd gjöld eru áætluð um 54%, annar rekstrarkostnaður 45%, afskriftir eru um 10% og veltufé frá rekstri 18.2%.

Gert er ráð fyrir að útgjaldaramminn verði því sem næst óbreyttur næstu árin að teknu tilliti til hækkunar á launum og aukins reksturs. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fjáhagsáætlun ársins hjá Sandgerðisbæ en hún var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt fyrir síðustu helgi.

Á meðal verkefna sem sveitarfélagið hyggst ráðast í á árinu má nefna stækkun grunnskólans, frágangur við Byggðaveg og 1. áfanga leikskólalóðar, stækkun Reynisvallar, hringtorg Heiðarveg og framkvæmdir við hús Sigurvonar.
Í greinargerð með fjárhagsáætlunni segir að næsta stórverkefni á eftir byggingu grunnskólans og miklar framkvæmdir í gatnagerð sé uppbygging í tengslum við flugvallarsvæðið.

Nánar er hægt að lesa um fjárhagsáætlunina og greinargerðina hér


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024