Óbreytt útsvar í Sandgerði
Útsvarsprósenta í Sandgerði verður óbreytt á næsta ári, eða 12,7%. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi sem fór fram fyrir helgi, en hámarksálagningarprósenta er 13,03%. Áætlaðar staðgreiðslutekjur Sandgerðisbæjar tekjuárið 2008, miðað við að að íbúafjöldi verði 1663 og staðgreiðslutekjur hækki um 6%, eru kr. 433.530.797 og eftirálagning um 22.706.839. Gert er ráð fyrir að tekjur árið 2008 verði kr. 821.000.000.
Á fundinum var einnig samþykkt að þjónustugjöld muni haldast óbreytt á næsta ári að undanskildum þeim lækkunum sem hafa þegar verið samþykktar og er þar um að ræða matarkostna skólabarna og leikskólagjöld.
Þá voru tíundaðir styrkir bæjarins fyrir næsta ár en alls fara 87,4 milljónir til ýmissa málefna í sveitarfélaginu, mest til uppbyggingar á íþróttasvæði Reynis, eða 40 milljónir, og til golfklúbbsins, eða 13
milljónir.
Á fundinum var einnig samþykkt að þjónustugjöld muni haldast óbreytt á næsta ári að undanskildum þeim lækkunum sem hafa þegar verið samþykktar og er þar um að ræða matarkostna skólabarna og leikskólagjöld.
Þá voru tíundaðir styrkir bæjarins fyrir næsta ár en alls fara 87,4 milljónir til ýmissa málefna í sveitarfélaginu, mest til uppbyggingar á íþróttasvæði Reynis, eða 40 milljónir, og til golfklúbbsins, eða 13
milljónir.