Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Óbreytt þjónustugjaldskrá í Grindavík
Mánudagur 29. desember 2008 kl. 14:14

Óbreytt þjónustugjaldskrá í Grindavík



Þrátt fyrir almennar verðhækkanir ætlar Bæjarstjórn Grindavíkur að halda óbreyttri þjónustugjaldskrá árið 2009 samkvæmt samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Þetta þýðir m.a. annars að frá næsta hausti verður tónlistarnám ókeypis og frítt í sund fyrir börn.
Einnig verður niðurgreiðsla á matarkostnaði grunnskólabarna aukin og fer máltíð úr 230 kr. niður í 180 kr. fyrir máltíðina.
Áfram verður boðið upp á frí æfingagjöld fyrir grunnskólabörn hjá íþróttafélögum.

Sjá nánar á heimasíðu Grindavíkurbæjar hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024