Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óbreytt kosningaúrslit í Sandgerði eftir endurtalningu
Þriðjudagur 1. júní 2010 kl. 08:36

Óbreytt kosningaúrslit í Sandgerði eftir endurtalningu


Endurtalning atkvæða í Sandgerði í gær breytir engu um niðurstöðu sveitastjórnarkosninganna á laugardaginn. Sameiginlegur listi Samfylkingar og K-lista náði inn fjórum mönnum en aðeins einu atkvæði munaði á milli fjórða manns þeirra og annars manns á B-lista.

Kjörstjórn kom saman í gærkvöldi og var ákveðið endurtelja atkvæðin með umboðsmönnum framboðanna. Eftir nákvæma endurtalningu var niðurstaðan á sömu leið og á laugardaginn og voru engar athugasemdir gerðar frá umboðsmönnum flokkanna.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd - Þetta fólk mun skipa bæjarstjórn Sandgerðis á komandi kjörtímabili.