Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óboðinn kanadískur gestur svaf í stofusófanum
Þriðjudagur 18. október 2016 kl. 12:57

Óboðinn kanadískur gestur svaf í stofusófanum

Íbúi á Suðurnesjum hafði samband við lögregluna í umdæminu snemma í morgun og greindi frá því að að í sófa í stofu sinni hvíldi óboðinn gestur sem hann kannaðist hreint ekkert við. Við eftirgrennslan reyndist sá þreytti vera kanadískur ferðamaður sem sagðist hafa verið að skemmta sér með félaga sínum í nótt og hefðu þeir síðan farið af skemmtistaðnum í heimahús, ásamt fleira fólki, til að halda gleðskapnum áfram. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hvernig hann hefði endað sofandi í þessu ókunnuga húsi.

Enn fremur kom í ljós að ferðamaðurinn gistir í camper sem hann er með á leigu meðan hann dvelur hér á landi. Honum var ekið til gististaðar síns og segir ekki frekar af ferðum hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024