Óboðinn gestur í tölvuveri sjúkrahússins
Tilkynnt var um innbrot í tölvuver Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í verið en engu stolið. Samkvæmt fréttasíma lögreglunnar beinist grunur að mannaferðum í tölvuverinu á sama tíma og heimsóknartímar sjúkrahússins stóðu yfir á laugardagskvöld.Málið er óupplýst en þeir sem hafa séð til grunsamlegra mannaferða á sjúkrahúsinu eru hvattir til að gefa sig fram við lögregluna í Keflavík.