Óboðinn gestur át sunnudagssteikina
Fjölskyldufaðir við Heiðarból í Reykjanesbæ hugsar köttum í hverfinu þegjandi þörfina eftir að einn þeirra tók sig til og át sunnudagssteikina frá fjölskyldunni, algjörlega óboðinn.
Lambalæri hafði verið tekið úr frosti og var í eldhúsvakinum og beið þess að verða sett í ofninn til steikingar. Fjölskyldan var hins vegar ekki heima þegar óboðinn gestur fór inn um eldhúsgluggann og tætti í sig steikina. Af ummerkjum að dæma var gesturinn einn af köttunum úr hverfinu.
Kjötlærið var það illa farið eftir að kisi hafði tekið á því að fjölskyldan hafði enga lyst á að krydda afganginn og setja í ofninn.
Fjölskyldufaðirinn segir ketti sitja um heimilið alla daga. Til standi að elda annað læri en það verði hins vegar vaktað betur en það síðasta.
Mynd: Þetta er ekki köttur úr hverfinu og virðist frekar vera fyrir grænmeti en lambalæri.