Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 18:36

Óánægja með snjómokstur í Vogum

Bæjarbúi í Vogum hafði samband við Víkurfréttir og lýsti yfir óánægju með snjómokstur þar í bæ. Vildi hann meina að margar götur væru ófærar vegna snjóa og ekki hefði verið nóg að gert hjá bæjaryfirvöldum og verktökum á þeirra vegum. Sagði hann ófremdarástand ríkja víða í bænum og mun betur væri gert t.d. í Reykjanesbæ.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að veðurfar upp á síðkastið hefði skapað þessar aðstæður þar sem menn væru að gera sitt besta en svo snjóaði fljótt aftur yfir þannig að svo gæti virst sem lítið væri verið að gera.

Róbert sagðist engu að síður hafa verið að brýna verktakann áfram og vonaðist til þess að allir yrðu sáttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024