Óafsakanlegur leki af ríkisstjórnarfundi
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar um SpKef Sparisjóð á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þar segir hann framkomu þeirra ráðherra sem láku upplýsingum af ríkisstjórnarfundi óafsakanlega.
„Þeim er alveg sama um starfsfólk SpKef og fjölskyldur þess. Með lekanum var líka verið að koma Steingrími illa. Ég trúi ekki að hann hafi viljað koma svona fram við starfsfólk og íbúa,“ segir Árni.
„Nú er megin málið að standa með starfsfólki Spkef, segir bæjarstjóri en talsverð umræða er um málið á Facebook-síðu bæjarstjórans.