Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt vöruhús Fríhafnarinnar opnað á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 18. apríl 2005 kl. 23:54

Nýtt vöruhús Fríhafnarinnar opnað á Keflavíkurflugvelli

Fríhöfnin ehf. hefur opnað nýtt vöruhús sem afhent var við formlega athöfn þann 15. apríl síðastliðinn. Húsið, sem er í eigu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., er stálgrindarbygging um 1.600 m2 að grunnfleti en byggingin er staðsett á flugþjónustusvæði við flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Frá þessu var greint á www.flugstod.is

Fyrrihluta árs 2004 samþykkti stjórn flugstöðvarinnar að ráðast í byggingu á vöruhúsi inni á frísvæði vestan við flugstöðina. Eftir alútboð var ákveðið að ganga til samninga við Sparra um byggingu á vöruhúsinu. Framkvæmdir hófust í júlí sl. og er nú lokið.

Þar sem nýja vöruhúsið er innan frísvæðis auðveldar það alla vörumeðhöndlun fyrir Fríhöfnina. Það er útbúið fullkomnu hillu- og tölvukerfi sem tryggir góðan rekjanleika birgða og pöntunarþjónustu sem tryggir mikið hagræði varðandi lagerhald og dreifingu. Heildarkostnaður með öllum búnaði er um 150 milljónir króna.  

Myndin er tekin við afhendingu hússins. Frá vinstri eru þeir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf., Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri FLE hf. og Arnar Jónsson framkvæmdastjóri og annar eigandi Sparra ehf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024