Nýtt verslunar- og skrifstofuhús rís við Krossmóa
Þessa dagana er unnið að uppsteypu á nýju verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem Urtusteinn er að byggja að Krossmóa 2 í Reykjanesbæ. Urtusteinn ehf. er fyrirtæki í eigu Kaupfélags Suðurnesja en í nýbyggingunni að Krossmóa 2 verður bæði verslunar- og skrifstofurými. Í húsinu verða m.a. höfuðstöðvar Samkaupa.
Í dag var verið að steypa súlur á annarri hæð hússins þegar ljósmyndari VF var á ferð um framkvæmdasvæðið.
Myndir: Hilmar Bragi