Nýtt tjaldstæði við íþróttamiðstöðina í Garði?
Bæjarráð Garðs hefur falið byggingafulltrúa að hefja undirbúning að deiluskipulagi fyrir nýtt tjaldsvæði við Íþróttamiðstöðina í Garði.
Fyrirliggjandi drög að hugmyndum um útlit og stærð tjaldsvæðisins voru lagðar fram á fundinum. Tjaldsvæði við Íþróttamiðstöðin er eitt af þeim málum sem D-listinn lagði fram í framtíðarsýn sinni fyrir síðustu kosningar, segir í fundargerð bæjarráðs Garðs.