Nýtt Tímarit Víkurfrétta í dag
Fyrsta tölublað TVF, tímarits Víkurfrétta á nýju árþúsundi, kom út í morgun Blaðið er sneisafullt af áhugaverðu efni frá Suðurnesjum á 48 blaðsíðum, öllum í lit að venju. Meðal efnis má nefna viðtöl við mann ársins, feðgin sem héldu jól með indíánum í Mexico, ungar Suðurnesjakonur á framabraut og margt, margt fleira. Skemmtilegar myndir og frásagnir í tugatali eru í blaðinu sem kemur á sölustaði um öll Suðurnes strax á föstudagsmorgun.Blaðið er selt í áskrift í síma 421 4717