Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt þjónustuhús við bílastæði Bláa lónsins
Mánudagur 12. mars 2012 kl. 09:17

Nýtt þjónustuhús við bílastæði Bláa lónsins

Enn eitt húsið bætist við á athafnasvæði Bláa lónsins á vormánuðum. Byggt verður þjónustuhús við bílastæðin við baðhúsið.

Reynslan hefur sýnt að mikil þörf er á betri aðstöðu við bílastæði Bláa lónsins. „Við fáum marga gesti með hópferðabílum sem eru í reglulegum ferðum á milli Leifsstöðvar, Bláa lónsins og Reykjavíkur. Þarna er biðstöð fyrir gestina,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í húsinu sem verður 120 fermetrar að flatarmáli verður töskugeymsla og snyrtingar, jafnvel hægt að fá kaffi.

Frá bílastæðunum er gengið um 200 metra göngugjá að baðstaðnum. Við stæðin hefur undanfarin sumar verið bráðbirgðahús þar sem fólk hefur getað geymt töskur sínar á meðan það heimsækir baðstaðinn.

Leitað var tilboða hjá nokkrum góðum byggingaverktökum á Suðurnesjum en fyrirtækið taldi mikilvægt að verkið yrði unnið af heimafyrirtæki: Leitað var til HH Verktaka, Grindarinnar og Húsagerðarinnar og áttu HH verktakar í Grindavík besta tilboðið í verkefnið.

Vonast er til að framkvæmdir hefjist innan tveggja vikna og að húsið verði tekið í notkun um miðjan júní