Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt strætókerfi í Garðinum
Mánudagur 21. september 2009 kl. 09:12

Nýtt strætókerfi í Garðinum

Samgönguvika hefur staðið yfir í Garðinum frá síðasta miðvikudegi með ýmsum uppákomum. Dagskráin hófst sl. miðvikudag með íbúafundi þar sem meðal annars voru tekin fyrir samgöngumál innanbæjar og til nágrannasveitarfélaga. Um 100 manns mættu á fundinn og voru ágætar umræður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur Gerðaskóla fengu heimsókn lögreglu sl. fimmtudag þar sem þeir voru fræddir um hjálmanotkun og umferðaröryggi. Einnig fengu börnin á Gefnarborg heimsókn syngjandi löggu í sama tilgangi, eins og áður hefur verið greint frá hér á vf.is. Hjóladagur var á Gefnarborg sl. föstudag þar sem bílastæðinu við leikskólann var breytt í hjólasvæði í einn dag.

Um helgina var farið í hjólatúr með bæjarstjóranum og bæjarfulltrúum og í gær voru íbúar í Garði hvattir til að fara í gönguferðir.

Í dag, mánudag, tekur nýtt strætókerfi gildi í Garðinum. Er lofað skemmtilegum uppákomum í strætó.

Á morgun, þriðjudag, kynnir Landvernd vistakstursherma á bæjarskrifstofunni kl. 10-12 og bæjarstjóri mun undirrita yfirlýsingu við 2012 - nýtt upphaf.