Nýtt skipurit Sandgerðisbæjar skiptir bæjarfélaginu upp í fjögur svið
Sandgerðisbær hefur tekið upp nýtt skipurit fyrir stjórnsýslu Sandgerðisbæjar. Í því felst að búið er að skipta bæjarfélaginu í fjögur svið, en þau eru:
Stjórnsýsla, fjármál og framkvæmdir; Umhverfis-. húsnæðis- og hafnarmál; Fjölskyldu og félagsmál; og Fræðslu, íþrótta, tómstunda og menningarmál.
Höfuðáhersla er lögð á samræmingu málaflokka og skilvirkni í nýtingu starfskrafta og fjármuna.
Þrettán einstaklingar sinna starfi forstöðumanna hjá Sandgerðisbæ, en alls eru embættin 17 þar sem sumir sinna fleiru en einu embætti. Allir þessir forstöðumenn heyra beint undir bæjarstjóra.
Fram kom hjá bæjarstjóra á síðasta fundi sveitarfélagisns að allar starfslýsingar deildarstjóra eru nú þegar til skoðunar og munu koma til kynningar í bæjarstjórn á næstunni.
Stjórnsýsla, fjármál og framkvæmdir; Umhverfis-. húsnæðis- og hafnarmál; Fjölskyldu og félagsmál; og Fræðslu, íþrótta, tómstunda og menningarmál.
Höfuðáhersla er lögð á samræmingu málaflokka og skilvirkni í nýtingu starfskrafta og fjármuna.
Þrettán einstaklingar sinna starfi forstöðumanna hjá Sandgerðisbæ, en alls eru embættin 17 þar sem sumir sinna fleiru en einu embætti. Allir þessir forstöðumenn heyra beint undir bæjarstjóra.
Fram kom hjá bæjarstjóra á síðasta fundi sveitarfélagisns að allar starfslýsingar deildarstjóra eru nú þegar til skoðunar og munu koma til kynningar í bæjarstjórn á næstunni.